Dagskrá 2024

Lagadagurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 27. september. 

 

 

 

___ 

 

 

 

Aðalmálstofa kl. 10.00 -12.00

 

___ 

 

  

 

 

 

Stjórnarskrárbreytingar framundan?

 

Vinna við tillögur að endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur átt sér stað meira og minna samfellt frá árinu 2010, nú síðast með greinargerðum sérfræðinga. Hefur meðal annars verið horft til þeirra kafla sem fjalla um framkvæmdavaldið, Alþingi, dómstóla og mannréttindi. Í greinargerðunum hefur verið lagt til að Alþingi úrskurði ekki sjálft um gildi Alþingiskosninga, hnykkt verði á sjálfstæði dómstóla og skerpt á eftirlitshlutverki dómsvalds gagnvart framkvæmdar- og löggjafarvaldi. Einnig er lagt til sett verði ákvæði um auðlindir og umhverfi svo og að bætti verði við eignarréttarákvæðið reglu um almennar takmarkanir. Enn fremur er lagt til að ný ákvæði um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga komi í stjórnarskrá í ljósi þróunar í upplýsingatækni. Loks hafa verið ræddar breyttar áherslur í kaflanum um kjör og hlutverk forseta lýðveldisins og um meðferð framkvæmdavalds.  

 

Gert er ráð fyrir frumvarp til stjórnarskipunarlaga verði lagt fram á komandi haustþingi og á þessari aðalmálstofu Lagadagsins 2024 verður rætt um inntak þess og líklega ásteytingarsteina 

 

Málstofustjóri

 

  • Hafsteinn Þór Hauksson dósent við Lagadeild Háskóla Íslands.

 

Framsögumenn

 

  • Skúli Magnússon Umboðsmaður Alþingis.
  • Páll Þórhallsson skrifstofustjóri skrifstofu stjórnskipunar og stjórnsýslu í forsætisráðuneytinu.  
  • Valgerður Sólnes prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands.

 

Pallborð

 

 

 

  • verður kynnt síðar.

 

______________________________________________________________________________________________________________________________

 

Í hádeginu verður boðið upp á "götugóðgæti" að hætti VOX

 

______________________________________________________________________________________________________________________________ 

 

 

 

Málstofur og rökstólar kl. 13.00 -14.30

 

___

 

 

 

I. Hraðahindranir á brautum dómskerfisins

 

Ákærendur, lögmenn og dómarar bera allir ábyrgð á því hvernig til tekst við rekstur sakamála og einkamála og þar inn í spila lög, leiðbeinandi reglur, viðhorf og hefðir. Hvernig er hægt að auka skilvirkni og skýrleika innan dómskerfisins í þágu málsaðila og starfsumhverfis lögmanna, ákærenda og dómara? Málsmeðferðartími einkamála í héraði er oft langur. Hvað getum við gert betur í þeim efnum? Er hægt að stuðla að meiri skilvirkni í aðalmeðferðum, svo sem með því að afmarka betur þau ágreiningsefni sem lögð eru fyrir héraðsdómstóla, og standa betur að gagnaframlagningu, þ.m.t. matsbeiðnum, skýrslutökum o.fl., sem upp kann að koma við rekstur dómsmála? Hvernig er hægt að bæta úr hnökrum við rekstur sakamála í héraði, bæði í aðdraganda aðalmeðferðar og við aðalmeðferðina sjálfa? Er bið eftir niðurstöðu mála í Landsrétti of löng og er það ásættanlegt? Er hægt að vinna hlutina betur undir núverandi regluverki eða er lagabreytinga þörf? 

 

Fulltrúar úr hópi dómara, saksóknara og lögmanna munu ræða þessi mál á málstofunni en að loknum erindum gefst málstofugestum tækifæri til að koma hugmyndum sínum að úrbótum á framfæri. 

 

Málstofustjóri

 

  • Hildur Briem dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. 

 

Framsögumenn

 

  • Helgi Sigurðsson dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
  • Stefán A. Svensson lögmaður hjá Juris, formaður Lögmannafélags Íslands.
  • Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.
  • Eiríkur Jónsson varaforseti Landsréttar og prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands. 

 

______________________________________________________________________________________________________________________________ 

 

  

 

 

 

 

 

II. Barátta við vindmyllur?

 

Umhverfissjónarmið og nýtingarréttur á sjó og landi   

 

Á málstofunni verður rætt um væntanlega stefnu stjórnvalda og löggjöf um vindmyllur, um forgangsröðun umhverfissjónarmiða og hve langt eigi að ganga við nýtingu. Einnig verður fjallað um norsku löggjöfina sem snýr að orkugeiranum, uppbyggingu vindorkuvera í Noregi og hvað við getum lært af þeirra reynslu. Málstofan er haldin í samstarfi við Áorku, áhugahóp um orkurétt.   

 

Málstofustjóri

 

  • Hanna Björg Konráðsdóttir deildarstjóri raforkueftirlits hjá Orkustofnun.

 

Framsögumenn

 

  • Hilmar Gunnlaugsson lögmaður hjá Sókn lögmannsstofu og formaður starfshóps um endurskoðun rammaáætlunar.
  • Ásdís Hlökk Theodórsdóttir land- og skipulagsfræðingur, aðjúnkt við Háskóla Íslands. 
  • Aleksander Dypvik Myklebust lögmaður hjá Arntzen de Besche Advokatfirma AS í Noregi.
  • Odd-Harald B. Wasenden lögmaður hjá Arntzen de Besche Advokatfirma AS í Noregi.

 

______________________________________________________________________________________________________________________________ 

 

 

 

 

 

 

 

III. Valdmörk hluthafa og stjórna hlutafélaga

 

Á undanförnum misserum hafa komið upp mál hér á landi þar sem reynt hefur með afgerandi hætti á valdmörk hluthafa og stjórna í hlutafélögum. Ekki hefur verið fjallað mikið um þau valdmörk í fræðum eða dómaframkvæmd hér á landi. Á sama tíma er evrópski félagarétturinn í þróun og hefur þar m.a. verið kallað eftir frekari aðkomu hluthafa að eftirliti með stjórnum fyrirtækja og auknum skyldum á herðar stjórnendum félaga, með það fyrir augum að tryggja langtímasjónarmið og sjálfbærni í rekstri. En er það þannig að hluthafar séu líklegri til að hafa frekar langtímasjónarmið og sjálfbærnimál að leiðarljósi heldur en stjórnir hlutafélaga við ákvarðanatöku sína? Og hvernig koma hugmyndir um auknar skyldur á herðar stjórnendum heim og saman við inntak trúnaðarskyldu stjórnenda, eins og það hefur mótast í íslenskri réttarframkvæmd hingað til? Eru hluthafar og stjórnir íslenskra hlutafélaga meðvituð um hvar valdmörkin liggja milli hluthafa og stjórna? Eru fræðimenn og dómstólar sammála um hvar þau mörk liggja? 

 

Málstofustjóri

 

  • Unnur Lilja Hermannsdóttir lögmaður hjá Landslögum.

 

 

 

Framsögumenn

 

  • Elín H. Jónsdóttir lektor við Lagadeild Háskólans á Bifröst.
  • Dr. Arnljótur Ástvaldsson lektor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík.
  • Dr. Guðrún Johnsen deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst. 

 

______________________________________________________________________________________________________________________________ 

 

 

 

Málstofur og rökstólar kl. 15.00 -16.00

 

___ 

 

IV. "Enginn er eyland í ólögmætu samráði" ... eða hvað? - Rökstólar

Hvaða þýðingu hefur það þegar fyrirtæki viðurkennir aðild ólögmætu samráði og hver er þá staða annarra þátttakanda í hinu ætlaða samráði? Á hverju grundvallast nálgun og beiting samkeppnisyfirvalda á reglum um sáttir og hlífðarmeðferð fyrir fyrirtæki? Eru viðurlög og úrræði almennt séð fullnægjandi í núverandi löggjöf og hvernig horfir beiting þeirra við í alþjóðlegum samanburði? 

Stjórnandi 

  • Heimir Örn Herbertssonsérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 

Þátttakendur 

  • Halldór Brynjar Halldórsson lögmaður hjá LOGOS. 
  • Páll Gunnar Pálssonforstjóri Samkeppniseftirlitsins. 
  • Þorbjörg Ásta Leifsdóttir lögmaður hjá BBA//Fjeldco. 

______________________________________________________________________________________________________________________________ 

 

 

 

V. Kæru- og úrskurðarnefndir: Er kominn tími á stjórnsýsludómstól?

 

Á 10. áratug síðustu aldar færðist nokkuð í vöxt að úrskurðarvald ráðuneyta vegna tiltekinna ákvarðana væri fært frá ráðuneytum til svokallaðra sjálfstæðra úrskurðarnefnda. Á liðnum árum hefur af og til skapast umræða um hvort þessi þróun sé til heilla eður ei og hvort aðrar leiðir séu fremur færar í því skyni að tryggja endurskoðun stjórnvaldsákvarðana. Mikilvægt innlegg í þá umræðu er skýrsla Kristínar Benediktsdóttur og Páls Hreinssonar sem kom út árið 2021 á vegum forsætisráðuneytisins þar sem fjallað var um kosti og galla þess að leggja niður kærunefndir og fela stjórnsýsludómstól eða eftir atvikum almennum dómstólum verkefni þeirra. Á málstofunni verður rætt um valin álitamál og niðurstöður skýrslunnar. 

 

Málstofustjóri

 

  • Oddur Þorri Viðarsson lögfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis.

 

Framsögumenn

  • Kristín Benediktsdóttir prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands.  
  • Anna Rut Kristjánsdóttir skrifstofustjóri hjá Umboðsmanni Alþingis.
  • Ásgerður Snævarr lögfræðingur í matvælaráðuneytinu.

______________________________________________________________________________________________________________________________ 

 

 

 

VI. Handalögmál, móðganir og varðhald á heimili héraðsdómara Yfirrétturinn á 18. öld 

 

Á þessari fyrstu réttarsögumálstofu sem ratað hefur á Lagadaginn verður fjallað um Yfirréttinn á Íslandi sem starfaði á árunum 1563-1800. Auk þess að fjalla um hlutverk hans og stöðu í réttarkerfinu, s.s. hvernig hann var skipaður og hverjar réttarreglur voru í samanburði við nútíma réttarfar, verður fjallað um eitt af frægari dómsmálum 18. aldar, Rykkilínsmálið, þar sem fyrrum lögréttumaðurinn Snæbjörn Pálsson (uppnefndur Mála-Snæbjörn) átti í höggi við sóknarprest sinn séra Bjarna Jónsson og sýslumanninn Markús Bergsson. Málið var tekið fyrir í Yfirrétti 1735 en var í einhverjum skilningi framhald á málarekstri Snæbjörns fyrir Yfirrétti árið 1728. Rætur þessarar sérkennilegu deilu teygja sig aftur til óheppilegra ummæla sem Snæbjörn lét falla um hárið á einokunarkaupmanninn á Þingeyri, vorið 1722. Margt við þetta tiltekna dómsmál kann að koma spánskt fyrir sjónir en á sama tíma veitir það innsýn í samfélag og dómskerfi sem þurfti að takast á við mann sem bjó bæði að menntun og góðri þjóðfélagsstöðu en hegðaði sér ekki í samræmi við þær væntingar sem til hans voru gerðar. Málstofan er haldin í samstarfi við Sögufélag. 

 

Málstofustjóri

 

  • Viðar Pálsson dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands en hann kennir jafnframt réttarsögu við Lagadeild. 

 

 

 

Framsögumenn

 

  • Þorsteinn Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
  • Ragnhildur Hólmgeirsdóttir sagnfræðingur og skjalavörður við þjóðskjalasafn Íslands.

 

  Allar málstofurnar verður hægt að sækja í fjarfundi

 

 

 

 

 

 

 

Skráning hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í lagadagsnefnd eru: 

 

F.h. LMFÍ: Tómas Sigurðsson og Unnur Lilja Hermannsdóttir. 

 

F.h. LÍ: Bryndís Helgadóttir og Oddur Þorri Viðarsson.

 

F.h. DÍ: Finnur Vilhjálmsson og Sigríður Rut Júlíusdóttir.

 

 

 

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu