Lagadagurinn verður haldinn föstudaginn 9. október 2020

Þessi stærsti viðburður í samfélagi lögfræðinga er nú haldinn í 12. sinn en Lögmannafélag Íslands, Lögfræðingafélag Íslands og Dómarafélag Íslands standa að honum. 

Þrjár málstofur eru fyrir hádegi og þrjár eftir hádegi svo þátttakendur geta ýmist valið að vera hálfan eða allan daginn.

 

 

Að vanda verður mikið um dýrðir um kvöldið þar sem skemmtilegustu lögfræðingar landsins, Árni og Obba, munu skemmta og vinsælasti tónlistarmaður landsins, Auður, mun taka nokkur lög. Í lokin mun svo hamingjusamasta hljómsveit landsins "Bjartar sveiflur" sveifla gestum inn í nóttina.  

Skráning á Lagadaginn 9. október 2020

 

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu