Dagskrá 2020

 

 

 

 

Málstofur og rökstólar kl. 10.00 -12.15

 ___________________________________________________________________________________________________ 

 

 

 

 

 

 

 

 

I. Réttarfar - málstofur

 

 

 

Í fyrri hluta málstofunnar verður fjallað um aðild umhverfissamtaka að dómsmálum (1 klst) og í seinni hluta verður fjallað um endurupptöku dóma með hliðsjón af mannréttindasáttmála Evrópu (1 klst).

 

 

 

 • Málstofustjóri: Arnaldur Hjartarson héraðsdómari og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands.

 

 

 

 

 

 

 

a) Aðild umhverfisverndarsamtaka að dómsmálum

 

 

 

Kveikjan að þessum hluta málstofunnar er úrskurður Landsréttar 15. júní 2018 (418/2018), en með honum staðfesti rétturinn niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá dómi máli Landverndar og Hollvina Hornafjarðar gegn Vegagerðinni og Sveitarfélaginu Hornafirði, þar sem samtökin höfðu ekki sýnt fram á að þau ættu lögvarinna hagsmuna að gæta af niðurstöðu málsins. 

 

 

 

Niðurstaðan vekur ýmsar áleitnar spurningar, þ.m.t. hvernig túlka beri tilteknar skuldbindingar Árósasamningsins, hvort þær hafi verið innleiddar í íslenskan rétt með réttum hætti og hvort val á svokallaðri stjórnsýsluleið komi í veg fyrir að umhverfisverndarsamtök geti leitað réttar síns fyrir dómstólum og látið reyna á ákvörðun stjórnvalda á grundvelli 60. gr. stjórnarskrárinnar.

 

 

 

Framsöguerindi

 

 

 

 • Dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.
 • Kristín Benediktsdóttir dósent við lagadeild Háskóla Íslands. 

 

 

 

 

 

 

 

b) Endurupptaka dóma með hliðsjón af MSE

 

 

 

Fjallað verður um reglur um endurupptöku dæmdra mála í samhengi við tilvik þar sem beiðnir um endurupptöku eru settar fram í kjölfar dóma Mannréttindadómstóls Evrópu. Einnig verður hugað að nýlegu frumvarpi um breytt fyrirkomulag endurupptöku og stofnun sérstaks Endurupptökudóms. Leitast verður við að reifa ólík álitaefni tengd einkamálum og sakamálum. Viðfangsefnið verður einnig sett í samhengi við sjónarmið um samband landsréttar og þjóðaréttar.

 

 

 

Framsöguerindi

 

 

 

 • Ása Ólafsdóttir prófessor, varadeildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands.
 • Þórdís Ingadóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

 

 ___________________________________________________________________________________________________

 

 

 

 

II. Peningaþvætti og alþjóðleg regluvarsla - málstofur

Fyrri hluti málstofunnar fjallar um peningaþvættisreglur og lögmenn og seinni hluti fjallar um alþjóðlega regluvörslu, varnir gegn mútum, spillingu og peningaþvætti.

 

 

 

 • Málstofustjóri: Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og formaður Lögfræðingafélags Íslands.

 

 

 

a) Peningaþvættisreglur og lögmenn

Fjallað verður um snertifleti reglna um varnir gegn peningaþvætti við störf og skyldur lögmanna, þar á meðal trúnaðar- og þagnarskyldu gagnvart viðskiptamönnum, auk almennrar umfjöllunar um lögfræðileg álitaefni er tengjast reglum um varnir gegn peningaþvætti.  

Framsöguerindi

 • Friðrik Árni Friðriksson Hirst framkvæmdastjóri Lagastofnunar Háskóla Íslands
 • Helga Melkorka Óttarsdóttir lögmaður hjá LOGOS.

 

 

 

b) Alþjóðleg regluvarsla 

Understanding and implementing effective compliance programs. 

 

 

Framsöguerindi: Steve Grimes, partner at Winston & Strawn LLP.

(Steve brings a unique set of experiences to the compliance discussion, having been both a corruption prosecutor and an in-house chief compliance officer. Prior to his current role, Steve was a federal prosecutor with the United States Department of Justice where he prosecuted corruption cases. Steve also served as the Chief Compliance Officer for a multinational company where he was responsible for building and overseeing a global compliance program.)

 

 ___________________________________________________________________________________________________

 

 

III. Stjórnsýsluréttur - málstofur

Í fyrra hluta verður málstofa þar sem fjallað er um hið opinbera sem aðila að dómsmáli og í seinni hluta eru rökstólar um mörk persónuverndarreglna og upplýsingalöggjafar.

 • Málstofustjóri: Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður hjá MAGNA lögmönnum.

a) Hið opinbera sem aðili að dómsmáli 

Stangast stjórnsýsluréttur á við réttarfarið? Hvernig eiga opinberir aðilar að nálgast dómsmál gegn borgurum? Er áherslan á formsatriði óþarflega mikil?

Framsöguerindi

 • Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis.

 

Pallborð

 • Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
 • Ebba Schram borgarlögmaður.
 • Ragnar Aðalsteinsson lögmaður.

 

b) Persónuvernd og upplýsingalöggjöf

Hvaða mörk setja nýju persónuverndarreglurnar annars vegar og upplýsingalöggjöfin hins vegar innan stjórnsýslunnar? Er gengið of langt í persónuvernd og þagnarskyldu?

Framsöguerindi

 • Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands.
 • Dagbjört Hákonardóttir persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar.
 • Særún María Gunnarsdóttir lögfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis.

 

 

 

 

 

 

 

  ___________________________________________________________________________________________________

 

Málstofur og rökstólar kl. 13.15 -16.00

 

  ___________________________________________________________________________________________________

 

 

 

 

 

IV. Flutningur mála fyrir dómi - rökstólar

 

 

 

Rökstólar sem skiptast í tvennt, annars vegar verður rætt um hvernig best sé að flytja mál fyrir dómi (1½ klst) og hins vegar um málarekstur fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (1 klst).

 

 

 

 • Málstofustjóri: Hjördís Halldórsdóttir lögmaður hjá LOGOS.

 

 

 

a) Hvernig er best að flytja mál fyrir dómi? 

 

 

 

Reyndir dómarar og lögmenn skiptast á skoðunum um hvað virkar og hvað virkar ekki í málflutningi fyrir dómstólum.

 

 

 

Þátttakendur

 

 

 

 • Eiríkur Tómasson fv. prófessor og hæstaréttardómari.
 • Gizur Bergsteinsson lögmaður hjá Lagastoð.
 • Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður hjá Landslögum.
 • Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður hjá Rétti og stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
 • Sigurður Tómas Magnússon hæstaréttardómari.

 

 

 

 

 

 

 

b) Málarekstur fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu

 

 

 

Nýlega fór fyrsta íslenska málið fyrir yfirdeild MDE en réttarfarið þar er töluvert öðruvísi en við eigum að venjast hérlendis. Fjallað verður um hvernig málarekstur fyrir yfirdeild MDE fer fram og hvað Ísland gæti lært af því.

 

 

 

Þátttakendur

 

 

 

 • Fanney Rós Þorsteinsdóttir settur ríkislögmaður og stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
 • Geir Gestsson lögmaður hjá Mörkinni lögmannsstofu.
 • Védís Eva Guðmundsdóttir lögmaður hjá Mörkinni lögmannsstofu. 

 

 

 

 

 

 ___________________________________________________________________________________________________

 

 

V. Félagaréttur og verðbréfamarkaðsréttur - málstofur

Málstofunni er skipt í tvennt. Í fyrri hluta verður fjallað um álitaefni af vettvangi hlutafélagaréttar (1 klst. og 20 mín) en í seinni hluta verður sjónum beint að áhrifum innleiðingar evrópsks regluverks (MAR og MiFID II) á íslenskan verðbréfamarkaðsrétt (1 klst).

Málstofustjóri: Tómas Eiríksson lögmaður, yfirlögfræðingur hjá Össuri.

 

 

a) Af vettvangi hlutafélagaréttar

 

Í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá setningu laga um hlutafélög nr. 2/1995 verður þeirri spurningu varpað fram hvort þörf sé á heildarendurskoðun laganna. Hafa lögin staðið af sér þær gríðarlegu breytingar sem orðið hafa í íslensku atvinnulífi á þessum tíma? Hafa samfélagsbreytingar og nýjar áherslur fundið sér farveg í aukinni laga-og reglusetningu fjármálafyrirtækja og skráðra félaga eða hefur markaðurinn brugðist við með eigin lausnum? 

Framsöguerindi

 • Friðrik Ársælsson lögmaður hjá Arion banka og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands.

Pallborð

 • Árni Sigurjónsson lögmaður, yfirlögfræðingur Marel.
 • Marta Guðrún Blöndal lögmaður, yfirlögfræðingur ORF líftækni.
 • Sigrún Helga Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur VÍS.

 

 

 

b) Verðbréfamarkaðsréttur

Fjallað verður um breytingar á upplýsingaskyldu og innherjareglum við innleiðingu á MAR (Market Abuse Regulation) og helstu breytingar við innleiðingu á MiFID II.

Framsöguerindi

 • Dr. Andri Fannar Bergþórsson lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
 • Jón Þór Grímsson lögmaður hjá Landsbankanum.

 

 

 

 

  ___________________________________________________________________________________________________

 

VI. Örmálstofur

 

 

 

Á örmálstofum eru tekin fyrir fjögur ólík efni í 30 mínútur hvert.

 

 

 

Stjórnandi: Þóra Hallgrímsdóttir sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík og varaformaður Lögfræðingafélags Íslands.

 

 

 

a) Réttur barna til að skorast undan að bera vitni í sakamálum

 

 

 

Fyrirlesari: Arnaldur Hjartarson héraðsdómari og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands. 

 

 

 

b) Stofnun hálendisþjóðgarðs

Hugmynd um hálendisþjóðgarð, sem nær yfir stærstan hluta hálendisins, felur í sér áskoranir og spurningar um valdmörk og verkaskiptingu m.a. milli ríkis og sveitarfélaga. Farið verður stuttlega yfir helstu álitamál og mögulegar breytingar sem þessar hugmyndir geta haft í för með sér t.a.m. varðandi nýtingu, skipulagsmál, vernd o.fl.

Fyrirlesari: Ívar Pálsson lögmaður hjá Landslögum og stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

 

c)Höfundaréttur í vinnusambandi

Hvaða höfundaréttarlegu heimildir eignast vinnuveitandi yfir verki starfsmanns?

Fyrirlesari: Ragnar Tómas Árnason lögmaður hjá LOGOS.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu