Dagskrá 2019

Skráning á Lagadaginn 2019 hefst innan skamms.

 

 

Verið er að vinna í málstofunum og verða nánari upplýsingar gefnar upp síðar.

 

 

 

 

 

Málstofur og rökstólar kl. 10.00-12.15                                           

 

1. Tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsi

Lagabreytingar á sviði tjáningarfrelsis

Í vetur hefur ríkisstjórnin lagt fram eða fyrirhugar að leggja fram á Alþingi fjölmörg frumvörp sem samin voru af nefnd um umbætur sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Frumvörpin, sem stefnt er að afgreiða nú í vor, fela m.a. í sér breytt fyrirkomulag á sviði ærumeiðingarmála og lögbannsmála á hendur fjölmiðlum, nýjan kafla í stjórnsýslulögum um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna, sérstök lög um vernd uppljóstrara og útvíkkun á gildissviði upplýsingalaga, þannig að þau nái einnig til stjórnsýslu Alþingis og dómstóla.

Á málstofunni verður gefið yfirlit um fyrirhugaðar breytingar og nokkur helstu hagnýtu atriðin sem leiða myndu af þeim. Eftir framsögur fara fram almennar umræður.

Erindi: Eiríkur Jónsson, deildarforseti Lagadeildar Háskóla Íslands og formaður nefndar um umbætur á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis.

Erindi: Páll Hreinsson, forseti EFTA dómstólsins og rannsóknaprófessor við Lagadeild Háskóla Íslands.

Panell: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður hjá Rétti og Þórir Guðmundsson, fréttastjóri Stöðvar 2.

Málstofustjóri: Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík. 

 

2. Úrlausn ágreiningsmála utan dómstóla

Raunhæfur valkostur við lausn réttarágreinings? 

Réttarágreiningur hér á landi er almennt útkljáður fyrir hefðbundnum dómstólum. Slík málsmeðferð getur oft á tíðum verið langvinn og kostnaðarsöm, einkum ef mál eru rekin fyrir öllum þremur dómstigunum. En til eru aðrir valkostir við úrlausn deilumála, svo sem gerðadómar og sáttamiðlun og eru þessar lausnaleiðir – „alternative dispute resu­lution“ - vinsælar víða erlendis. En í hverju er málsmeðferð fyrir gerðardómi og sátta­miðlun fólgin borið saman við hefðbundna dómstólaleið – hvert er hagræðið af því að velja þessa kosti við úrlausn ágreiningsmála og hvers vegna eru þessar leiðir síður vald­ar við úrlausn réttarágreinings hérlendis? Í þessari málstofu verður m.a. fjallað um hug­myndafræðina og lagagrundvöll að baki sáttameðferð og gerðardómum, málsmeðferð og réttaráhrif. Einnig rætt hvort tilteknar tegundir ágreiningsmála falli betur að þessum leiðum og loks farið yfir helstu kosti og eftir atvikum galla þess að velja sáttameðferð eða gerðardóm til lausnar ágreiningi.

 

 

 

3. Yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir stjórnvalda

Samspil ráðherra og sjálfstæðra úrskurðarnefnda

 

Flókin álitaefni geta risið um stöðu, samband og hlutverk ráðuneyta og úrskurðarnefnda þegar sjálfstæðum úrskurðarnefndum er komið á fót til hliðar við ráðuneyti en á málefnasviði þess. Meðal þess sem fjallað verður um eru yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir ráðherra og beitingu þeirra á málefnasviðum þar sem stjórnsýslukærum er beint til sjálfstæðra úrskurðarnefnda. Enn fremur verður fjallað um stöðu sjálfstæðra úrskurðarnefnda í stjórnsýslukerfinu og sjónum sérstaklega beint að samskiptum slíkra nefnda við ráðherra, þ.m.t. að upplýsingamiðlun en það getur verið forsenda fyrir virkri yfirstjórn og eftirliti ráðherra með þeim málefnum sem undir hann heyra. Þá verður fjallað um yfirstjórn gagnvart lægra settum stjórnvöldum sem eru í kærusambandi við sjálfstæðar úrskurðarnefndir.

Erindi: Hafsteinn Dan Kristjánsson, aðjúnkt við lagadeild HÍ og doktorsnemi við lagadeild Oxford háskóla. Heiti erindis: Samband, samspil og samvinna ráðuneyta og sjálfstæðra úrskurðarnefnda.

Erindi: Anna Tryggvadóttir, varaformaður kærunefndar útlendingamála. Heiti erindis: Sjálfstæðar úrskurðarnefndir í stigskiptri stjórnsýslu.

Panell: Berglind Bára Sigurjónsdóttir, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis, Ívar Pálsson lögmaður hjá Landslögum.

Málstofustjóri: Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild HÍ og formaður úrskurðarnefndar upplýsingamála.

 

  

Málstofur og rökstólar kl. 13.15-16.00                                         

4. Rannsókn og meðferð kynferðisbrotamála

Hvað má betur fara í íslensku réttarkerfi?

Skýrsla um stöðu brotaþola á Íslandi í samanburði við önnur Norðurlönd liggur nú fyrir hjá stýrihópi stjórnvalda um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Á málstofunni verður skýrslan kynnt ásamt því að skoða hvernig hægt er að byggja upp réttarvörslukerfi sem getur mætt þörfum þolenda kynferðisbrota og stutt við bataferli þeirra.

Erindi: Hildur Fjóla Antonsdóttir skýrsluhöfundur, stundar doktorsnám í réttarfélagsfræði við Háskólann í Lundi.  Heiti erindis: Staða brotaþola á Íslandi í samanburði við önnur Norðurlönd.

Erindi: Svala Ísfeld Ólafsdóttir sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík og varaformaður stýrihóps um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Heiti erindis: Hvaða úrbætur hafa verið gerðar og hvað má bæta enn frekar?

Pallborð

Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.

Halla Gunnarsdóttir sérstakur ráðgjafi forsætisráðherra, formaður stýrihóps stjórnvalda um heildstæðar úrbætur er því er varðar kynferðislegt ofbeldi.

Inga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaður og formaður á neyðarmóttöku.

Kolbrún Benediktsdóttir aðstoðarhéraðssaksóknari.

Sigurður Tómas Magnússon dómari við Landsrétt og formaður réttarfarsnefndar.

Theodór Kristjánsson yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Málstofustjóri: Símon Sigvaldason dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur.

 

5. a. Ábyrgð og réttaröryggi stjórnenda og stjórnarmanna 

Hvert er upphaf og endir umboðs þeirra, hlutverks og ábyrgðar?

    b. Umboðssvik 

Túlkun á dómum og lagaákvæðum

Skilgreining löggjafar á Íslandi á umboði og ábyrgð stjórnarmanna og stjórnenda er gjarnan talin sundurlaus og rýr í samanburði við löggjöf annarra Evrópulanda. Trúnaðarskyldan og  „business judgement rule“ eru til að mynda ekki lögfestar og lítið farið fyrir fræðilegri umfjöllun um innihald þeirra, og þar með heimildir stjórna og stjórnenda til að taka rangar ákvarðanir. Dómar í svokölluðum hrunmálum hafa varpað ákveðnu en umdeildu ljósi á sönnunarbyrði vegna umboðs og ábyrgðar stjórnarmanna og stjórnenda, s.s. vegna umboðssvika. Í málstofunni verður m.a. fjallað um réttaröryggi og fyrirsjáanleika refsiheimilda vegna umboðs og ábyrgðar stjórnarmanna og hvaða úrbóta kann að vera þörf í íslenskri löggjöf þar að lútandi.

 

6. Örmálstofur

I   Ný lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (1 klst.)

Fjallað verður um helstu nýjungar skv. lögum nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sem tóku gildi 1. janúar sl.  Sjónum verður beint að helstu skyldum tilkynningarskyldra aðila, einkum lögmanna, svo sem um framkvæmd áhættumats á viðskiptavinum og tilkynningarskyldu vegna grunsamlegra viðskipta.  Einnig verður fjallað um eftirlit með fylgni við lögin og viðurlög við brotum á þeim, en meðal helstu nýjunga eru ákvæði um álagningu og fjárhæðir dag- og stjórnvaldssekta.

Málstofustjóri: Víðir Smári Petersen

 

II  Höfundaréttur og gervigreind (1/2 klst.)

Gervigreind hefur verið í stöðugri framþróun undanfarna áratugi og ljóst að öldin er önnur frá því að alþjóðlegar reglur um hugverkarétt voru settar. Þannig er gervigreind víða notuð við tón- og lagasmíðar sem og gerð ýmiss konar listar.  Eftir því sem tækninni fleygir fram hafa komið upp margvíslegar lagaflækjur henni tengdar, svo sem þegar hugbúnaður lærir að þróa og búa til nýja og áður óþekkta hluti, sem jafnvel hönnuði hans óraði ekki fyrir.

Í örmálstofunni verður fjallað um hver, ef nokkur, á höfundarétt að verkum sem til verða fyrir tilstilli gervigreindar. Fjallað verður um áhrif gervigreindar í listsköpun og sjónum beint að íslenskum höfundaréttarreglum í ljósi EES-réttar. Í samanburðarskyni verður jafnframt horft til réttarstöðunnar í Bandaríkjunum og Bretlandi.

 

III ESG og græn skuldabréf: Er þetta framtíðin? (1/2 klst.)

 

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu