Dagskrá 2019

 

 

 

 

 

 

 

Málstofur og rökstólar kl. 10.00-12.00

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

1. Tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsi - Kaldalón

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lagabreytingar á sviði tjáningarfrelsis

 

 

 

 

 

 

 

Í vetur hefur ríkisstjórnin lagt fram eða fyrirhugar að leggja fram á Alþingi fjölmörg frumvörp sem samin voru af nefnd um umbætur sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Frumvörpin, sem stefnt er að afgreiða nú í vor, fela m.a. í sér breytt fyrirkomulag á sviði ærumeiðingarmála og lögbannsmála á hendur fjölmiðlum, nýjan kafla í stjórnsýslulögum um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna, sérstök lög um vernd uppljóstrara og útvíkkun á gildissviði upplýsingalaga, þannig að þau nái einnig til stjórnsýslu Alþingis og dómstóla.

 

 

 

 

 

 

 

Á málstofunni verður gefið yfirlit um fyrirhugaðar breytingar og nokkur helstu hagnýtu atriðin sem leiða myndu af þeim. Eftir framsögur fara fram almennar umræður.

 

 

 

 

 

 

 

Fyrirlesarar:

 

 

 

 

 

 

 

 • Páll Hreinsson forseti EFTA dómstólsins og rannsóknaprófessor við Lagadeild Háskóla Íslands.
 • Eiríkur Jónsson deildarforseti Lagadeildar Háskóla Íslands og formaður nefndar um umbætur á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis.

 

 

 

 

 

 

 

Pallborð:

 

 

 

 

 

 

 

 • Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra,
 • Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður hjá Rétti
 • Þórir Guðmundsson fréttastjóri Stöðvar 2.

 

 

 

 

 

 

 

Málstofustjóri:

 

 

 

 

 

 

 

 •  Halldóra Þorsteinsdóttir lektor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

2. Úrlausn ágreiningsmála utan dómstóla - Ríma

 

 

 

 

 

 

 

Raunhæfur valkostur við lausn réttarágreinings? 

 

 

 

 

 

 

 

Réttarágreiningur hér á landi er almennt útkljáður fyrir hefðbundnum dómstólum. Slík málsmeðferð getur oft á tíðum verið langvinn og kostnaðarsöm, einkum ef mál eru rekin fyrir öllum þremur dómstigunum. En til eru aðrir valkostir við úrlausn deilumála, svo sem gerðadómar og sáttamiðlun og eru þessar lausnaleiðir – „alternative dispute resu­lution“ - vinsælar víða erlendis. En í hverju er málsmeðferð fyrir gerðardómi og sátta­miðlun fólgin borið saman við hefðbundna dómstólaleið – hvert er hagræðið af því að velja þessa kosti við úrlausn ágreiningsmála og hvers vegna eru þessar leiðir síður vald­ar við úrlausn réttarágreinings hérlendis? Í þessari málstofu verður m.a. fjallað um hug­myndafræðina og lagagrundvöll að baki sáttameðferð og gerðardómum, málsmeðferð og réttaráhrif. Einnig rætt hvort tilteknar tegundir ágreiningsmála falli betur að þessum leiðum og loks farið yfir helstu kosti og eftir atvikum galla þess að velja sáttameðferð eða gerðardóm til lausnar ágreiningi.

 

 

 

 

 

 

 

Fyrirlesarar:

 

 

 

 

 

 

 

 • Baldvin Björn Haraldsson lögmaður hjá BBA. 
 • Lilja Bjarnadóttir lögfræðingur og formaður Sáttar.

 

 

 

 

 

 

 

Pallborð:

 

 

 

 

 

 

 

 • Dagný Rut Haraldsdóttir lögfræðingur og sáttamiðlari.
 • Davíð Þór Björgvinsson dómari við Landsrétt.
 • Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður hjá Landslögum.

 

 

 

 

 

 

 

Málstofustjóri:

 

 

 

 

 

 

 

 • Garðar Víðir Gunnarsson lögmaður hjá LEX lögmannsstofu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

3. Yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir stjórnvalda - Silfurberg B

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samspil ráðherra og sjálfstæðra úrskurðarnefnda

 

 

 

 

 

 

 

Flókin álitaefni geta risið um stöðu, samband og hlutverk ráðuneyta og úrskurðarnefnda þegar sjálfstæðum úrskurðarnefndum er komið á fót til hliðar við ráðuneyti en á málefnasviði þess. Meðal þess sem fjallað verður um eru yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir ráðherra og beitingu þeirra á málefnasviðum þar sem stjórnsýslukærum er beint til sjálfstæðra úrskurðarnefnda. Enn fremur verður fjallað um stöðu sjálfstæðra úrskurðarnefnda í stjórnsýslukerfinu og sjónum sérstaklega beint að samskiptum slíkra nefnda við ráðherra, þ.m.t. að upplýsingamiðlun en það getur verið forsenda fyrir virkri yfirstjórn og eftirliti ráðherra með þeim málefnum sem undir hann heyra. Þá verður fjallað um yfirstjórn gagnvart lægra settum stjórnvöldum sem eru í kærusambandi við sjálfstæðar úrskurðarnefndir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrirlesarar:

 

 

 

 

 

 

 

 • Hafsteinn Dan Kristjánsson aðjúnkt við lagadeild HÍ og doktorsnemi við lagadeild Oxford háskóla.            
 • Anna Tryggvadóttir varaformaður kærunefndar útlendingamála.                                                                  

 

 

 

 

 

 

 

Pallborð:

 

 

 

 

 

 

 

 • Berglind Bára Sigurjónsdóttir skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu.
 • Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis.
 • Ívar Pálsson lögmaður hjá Landslögum.

 

 

 

 

 

 

 

Málstofustjóri:

 

 

 

 

 

 

 

 • Hafsteinn Þór Hauksson dósent við lagadeild HÍ og formaður úrskurðarnefndar upplýsingamála.

 

 

 

 

 

Málstofa í hádegi kl. 12.25-13.25

Áhrif dóms MDE á Landsrétt - stöðumat og ýmis praktísk úrlausnarefni - Silfurberg B

Leitast verður við að fara yfir stöðu Landsréttar í ljósi nýlegs dóms Mannréttindadómstóls Evrópu og hvernig mögulega megi bregðast við áhrifum dómsins á rétt­inn til lengri eða skemmri tíma. Rætt verður um stöðu þeirra fjögurra dómara Landsréttar sem dómur MDE snertir, áhrif fjarveru þeirra á starfsemi dómstólsins, ýmis praktísk atriði varðandi endurupptöku mála, svo sem varðandi kostnað sem af slíku hlýst o.fl.

 

Framsögumenn:

 • Benedikt Bogason hæstaréttardómari og formaður stjórnar Dómstóla­sýslunnar.
 • Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari og varaforseti Landsréttar.
 • Stefán A. Svensson lögmaður og stjórnarmaður í Lögmanna­félagi Ís­lands.

 

Málstofustjóri:

 • Berglind Svavarsdóttir lögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands. 

 

Ekki er þörf á sérstakri skráningu í málstofuna og viðbótarkostnaður fellur ekki á þátttakendur vegna hennar. Hins vegar hefur þessi dagskrárbreyting þau áhrif að tími til að njóta hádegisverðar styttist eitthvað fyrir þá sem kjósa að sækja hana.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Málstofur og rökstólar kl. 13.30-16.15

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

4. Rannsókn og meðferð kynferðisbrotamála - Ríma

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvað má betur fara í íslensku réttarkerfi?

 

 

 

 

 

 

 

Skýrsla um stöðu brotaþola á Íslandi í samanburði við önnur Norðurlönd liggur nú fyrir hjá stýrihópi stjórnvalda um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Á málstofunni verður skýrslan kynnt ásamt því að skoða hvernig hægt er að byggja upp réttarvörslukerfi sem getur mætt þörfum þolenda kynferðisbrota og stutt við bataferli þeirra. Hvaða úrbætur hafa verið gerðar og hvað má bæta enn frekar?

 

 

 

 

 

 

 

Fyrirlesarar:

 

 

 

 

 

 

 

 • Hildur Fjóla Antonsdóttir skýrsluhöfundur, stundar doktorsnám í réttarfélagsfræði við Háskólann í Lundi. 
 • Svala Ísfeld Ólafsdóttir sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík og varaformaður stýrihóps um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi.                                     

 

 

 

 

 

 

 

Pallborð:

 

 

 

 

 

 

 

 • Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.
 • Halla Gunnarsdóttir ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum og formaður stýrihóps stjórnvalda um heildstæðar úrbætur er því er varðar kynferðislegt ofbeldi.
 • Inga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaður hjá Digna og einn af þeim lögmönnum sem starfa á Neyðarmóttöku nauðgana.
 • Kolbrún Benediktsdóttir aðstoðarhéraðssaksóknari.
 • Sigurður Tómas Magnússon dómari við Landsrétt og formaður réttarfarsnefndar.
 • Ævar Pálmi Pálmason yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

 

 

 

 

 

 

 

Málstofustjóri:

 

 

 

 

 

 

 

 • Símon Sigvaldason dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

5. Ábyrgð og réttaröryggi stjórnenda og stjórnarmanna með hliðsjón af dómum um umboðssvik - Silfurberg

Hvert er upphaf og endir umboðs þeirra, hlutverks og ábyrgðar? 

Skilgreining löggjafar á Íslandi á umboði og ábyrgð stjórnarmanna og stjórnenda er gjarnan talin sundurlaus og rýr í samanburði við löggjöf annarra Evrópulanda. Trúnaðarskyldan og  „business judgement rule“ eru til að mynda ekki lögfestar og lítið farið fyrir fræðilegri umfjöllun um innihald þeirra, og þar með heimildir stjórna og stjórnenda til að taka rangar ákvarðanir. Dómar í svokölluðum hrunmálum hafa varpað ákveðnu en umdeildu ljósi á sönnunarbyrði vegna umboðs og ábyrgðar stjórnarmanna og stjórnenda, s.s. vegna umboðssvika. Í málstofunni verður m.a. fjallað um réttaröryggi og fyrirsjáanleika refsiheimilda vegna umboðs og ábyrgðar stjórnarmanna og hvaða úrbóta kann að vera þörf í íslenskri löggjöf þar að lútandi.

 

 

 

 

 

 

 

Fyrirlesarar:

 

 

 

 

 

 

 

 • Óttar Pálsson lögmaður hjá LOGOS lögmannsstofu.
 • Helga Hlín Hákonardóttir lögmaður hjá Strategía ehf.

 

 

 

 

 

 

 

Pallborð:

 

 

 

 

 

 

 

 • Björn Þorvaldsson saksóknari og sviðsstjóri ákærusviðs efnahagsbrota hjá héraðssaksóknara.
 • Berglind Svavarsdóttir lögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur og formaður Lögmannafélags Íslands.

 

 

 

 

 

 

 

Málstofustjóri:

 

 

 

 

 

 

 

 • Elín Jónsdóttir lögfræðingur og stjórnarkona.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

6. Örmálstofur - Kaldalón

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Málstofustjóri:

 

 

 

 

 

 

 

 • Víðir Smári Petersen lögmaður hjá Lex lögmannsstofu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

I.   Ný lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (1 klst.)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjallað verður um helstu nýjungar skv. lögum nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sem tóku gildi 1. janúar sl.  Sjónum verður beint að helstu skyldum tilkynningarskyldra aðila, einkum lögmanna, svo sem um framkvæmd áhættumats á viðskiptavinum og tilkynningarskyldu vegna grunsamlegra viðskipta.  Einnig verður fjallað um eftirlit með fylgni við lögin og viðurlög við brotum á þeim, en meðal helstu nýjunga eru ákvæði um álagningu og fjárhæðir dag- og stjórnvaldssekta.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrirlesari: Anna Ragnhildur Halldórsdóttir lögfræðingur á regluvörslusviði hjá Íslandsbanka.

 --

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

II  Höfundaréttur og gervigreind (1/2 klst.)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gervigreind hefur verið í stöðugri framþróun undanfarna áratugi og ljóst að öldin er önnur frá því að alþjóðlegar reglur um hugverkarétt voru settar. Þannig er gervigreind víða notuð við tón- og lagasmíðar sem og gerð ýmiss konar listar.  Eftir því sem tækninni fleygir fram hafa komið upp margvíslegar lagaflækjur henni tengdar, svo sem þegar hugbúnaður lærir að þróa og búa til nýja og áður óþekkta hluti, sem jafnvel hönnuði hans óraði ekki fyrir.

 

 

 

 

 

 

 

Í örmálstofunni verður fjallað um hver, ef nokkur, á höfundarétt að verkum sem til verða fyrir tilstilli gervigreindar. Fjallað verður um áhrif gervigreindar í listsköpun og sjónum beint að íslenskum höfundaréttarreglum í ljósi EES-réttar. Í samanburðarskyni verður jafnframt horft til réttarstöðunnar í Bandaríkjunum og Bretlandi. 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrirlesarar: Sindri M. Stephensen aðstoðarmaður dómara við EFTA dómstólinn og Lára Herborg Ólafsdóttir lögmaður hjá LEX lögmannsstofu.

 

 --

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

III  Allt er vænt sem vel er grænt, en hvað eru græn skuldabréf?(1/2 klst.)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Græn skuldabréf hafa verið að ryðja sér til rúms á alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum síðustu ár og árið 2018 nam heildarútgáfa slíkra bréfa um 200 milljarða bandaríkjadollara á heimsvísu. Upphaf þessara bréfa, sem ætlað er að fjármagna verkefni sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, má rekja til ársins 2007 en með fyrstu grænu útgáfum sveitarfélaga og fyrirtækja árið 2013 fór markaðurinn af stað fyrir alvöru.

 

 

 

 

 

 

 

Þótt saga þeirra á Íslandi hafi ekki hafist fyrr en 2018 er Ísland eflaust heimsmeistari í útgáfu grænna skuldabréfa – miðað við höfðatölu – en bæði Landsvirkjun, Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur hafa gefið út slík bréf fyrir hátt í 30 milljarða á innan við ári. En hvað eru þessi grænu skuldabréf? Hvaða verkefni er hægt að fjármagna? Hvaða ”græna skjalagerð” fylgir þessum bréfum umfram hefðbundin skuldabréf?

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrirlesari: Andri Guðmundsson framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Fossar Markets

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 --

 

IV Brexit

Hinn 29. mars nk. mun Bretland ganga úr Evrópusambandinu að öllu óbreyttu. Fjallað verður um drög að útgöngusamningi Breta og Evrópusambandsins og þær hugmyndir sem hafa verið í umræðunni um framtíðarsamband Bretlands við sambandið, meðal annars þá að Bretland gengi á ný í Fríverslunarsamtök Evrópu og gerðist aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Einnig verður rætt um hvernig útgangan er líkleg til að hafa áhrif á sambands Bretlands og Íslands og þá samninga sem þegar hafa verið gerðir milli landanna vegna fyrirhugaðrar útgöngu. Málstofan er sett á dagskrá á tíma þegar alls óvíst er um framvindu útgöngumálsins í Bretlandi og má því gera ráð fyrir að umræður í málstofunni taki mið af allra síðustu atburðum í samskiptum Breta og sambandsins.

 

 

Fyrirlesari: Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu