Dagskrá 2018

Skráning á Lagadaginn 2018

 

 

 

 

 

Málstofur og rökstólar kl. 10.00-12.00                                           

 

 

 

 

 

1. Lagasetning: Hvað má gera betur? - Silfurberg B

 

Gæði lagasetningar, áskoranir og umbætur

 

 

 

Með lögum skal land byggja, segir í Njálu og það má til sanns vegar færa að lög séu eitt helsta byggingarefnið í lýðræðislegu réttarríki. Því er haldið fram að beint samhengi sé á milli vandaðrar löggjafar og velferðar og samkeppnishæfni þjóðar. Það er mikil áskorun að tryggja gæði löggjafar þegar umfang hennar verður sífellt meira, meðal annars vegna þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Eru mistök óhjákvæmileg? Fer þeim fjölgandi og er nóg að gert til að fyrirbyggja þau?

 

 

 

Á málstofunni verður fjallað nánar um hugtakið „vönduð löggjöf“ frá lögfræðilegum og hagfræðilegum sjónarhóli. Spurt verður hvort hægt sé að draga fram tiltekna mælikvarða á vandaða löggjöf sem geri kleift að fylgjast með því hver þróunin er og hvort gæðastarf innan ráðuneyta og á Alþingi beri árangur.  Þá verður fjallað um hvernig stofnanir sem fást við lagasetningu séu í stakk búnar til að skila vönduðu verki almenningi til heilla. 

 

 

 

 

 

Málstofustjóri

 

 

 

Páll Þórhallsson skrifstofustjóri skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu.

 

 

 

Framsögumenn

 

 

 

Hafdís Ólafsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands.

 

 

 

Hildur Eva Sigurðardóttir forstöðumaður nefndasviðs Alþingis.

 

 

 

Páll Hreinsson forseti EFTA-dómstólsins.

 

 

 

Víðir Smári Petersen lögmaður hjá LEX lögmannsstofu og aðjúnkt við HÍ. 

 

 

 

Panill

 

 

 

Bergþóra Halldórsdóttir lögfræðingur Samtökum atvinnulífsins.

 

 

 

Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

 

 

 

Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

 

 

 

2. Framtíðarsýn á fjármálamarkaði - Kaldalón

Samspil greiðsluþjónustutilskipunarinnar og persónuverndar 

Ný evrópsk tilskipun um greiðsluþjónustu (PSD2) markar upphafið að opinni bankastarfsemi í Evrópu. Fleiri fyrirtæki munu geta veitt þá þjónustu sem bankar veita í dag og nýjar tæknilausnir verða kynntar í greiðslumiðlun. Þessar nýjungar kalla á nýjar kröfur um öryggi upplýsinga í fjármálaumhverfi því þeir sem ætla að nýta sér fjárhagsupplýsingar úr bönkum á grundvelli PSD2 þurfa einnig að uppfylla nýja löggjöf um persónuvernd. Sama á við um starfandi fjármálastofnanir. Hverjar verða helstu áskoranirnar?

 

  

  

Málstofustjóri

 

 

 

Jónína S. Lárusdóttir framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion banka.

 

 

 

Framsögumenn

 

 

 

Erna Hjaltested lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

 

 

 

Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar.

 

 

 

Panill

 

Hallgrímur Ásgeirsson lögmaður, yfirlögfræðingur  hjá Landsbankanum.

 

 

 

 

 

Georg Lúðvíksson forstjóri Meniga.

 

 

  

3. Málstofa og rökstólar - Ríma

  

 

 

I. Málsforræði versus málshraði - málstofa (1 klst)

 

 

 

Matsgerðir eru gjarnan grundvallarsönnunargögn í málum og geta þær ráðið úrslitum um niðurstöðu dómsmála. Upp á síðkastið eru ýmis dæmi þess að mál hafi dregist þar sem vinna við matsgerðir gengur hægt eða er erfiðleikum bundin vegna gagnaöflunar. Í ljósi meginreglunnar um að hraða skuli meðferð máls eftir föngum og 1. mgr. 70. gr. stjskr. geta tafir á máli af þessum sökum, svo sem með frestun máls á meðan beðið er matsgerðar, orkað tvímælis. Á rökstólunum verður rætt um matsgerðir sem sönnunargögn og takmarkanir á heimild til að fresta máli með hliðsjón af nýlegri dómaframkvæmd Hæstaréttar. .

 

 

 

Málstofustjóri

 

 

 

Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

 

  

 

Frummælendur

 

 

 

 

 

 

 

Ásmundur Helgason dómari við Landsrétt.

 

 

 

 

 

Viðar Lúðvíksson lögmaður hjá Landslögum.

 

 

 

 

 

Ragnar Ómarsson byggingafræðingur, formaður Matsmannafélags Íslands.

 

 

 

 

 

II. Rannsókn sakamála í stafrænum heimi - rökstólar (1 klst)

 

  

 

Því má halda fram að nánast öll afbrot sem framin eru í dag hafi tengsl við tölvur eða internetið með einum eða öðrum hætti. Með aukinni tækni koma fram nýjar tegundir afbrota, og upp koma álitamál tengd rannsókn og saksókn sem fela í sér ýmis konar áskoranir fyrir lögreglu og ákæruvald, dómara og verjendur. Á málstofunni verða nokkur þessara álitaefna reifuð út frá sjónarhóli ákæranda og verjanda.

 

 

 

Fundarstjóri

 

 

 

 

 

Sigríður Hjaltested héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

 

 

 

Þátttakendur

 

  

 

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari.

 

  

 

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður.

 

 

 

 

 

 

 

Hádegisverður kl. 12.00-13.15                    - Flói                                    

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Málstofur og rökstólar kl. 13.15-16.00                                         

 

 

 

 

 

 

 

 

 

4. Framtíðarlögfræði - Kaldalón

 

 

 

Hver verða verkefni lögfræðinga í veröld vaxandi sjálfvirkni og tækniframfara?

 

 

 

Í náinni framtíð mun ný tækni breyta störfum lögfræðinga og þeir sem tileinka sér hana öðlast dýrmætt samkeppnisforskot á markaði. Fjallað verður um gagnagnótt og gervigreind, menntun og þjálfun lögfræðinga, rekstrarumhverfi lögmannsstofa og hvernig lögfræðingar geta undirbúið sig.

 

 

 

Málstofustjóri 

 

 

 

Eva Halldórsdóttir lögmaður hjá Lögmönnum Lækjargötu.

 

 

 

Framsögumenn

 

 

 

Helga Kristín Auðunsdóttir lektor og varaforseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Bifröst og doktorsnemi við Fordham háskólann í New York.

 

 

 

Heimir Örn Herbertsson lögmaður og sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

 

Ragnar Tómas Árnason lögmaður hjá LOGOS og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands.

 

Bjarni Þór Bjarnason lögmaður hjá Deloitte.

 

 

 

5. Skipun dómara - Ríma

 

Farið verður yfir þau rök sem lágu að baki því að Alþingi var falið sérstakt hlutverk við skipun dómara með breytingu á dómstólalögum árið 2010 og við skipun 15 landsréttardómara í bráðabirgðaákvæði við ný lög um dómstóla nr. 50/2016. Leitað verður svara við því hvort og að hvaða marki hægt er með almennum lögum að færa Alþingi slíkt hlutverk og hvernig það samrýmist fyrirmælum stjórnarskrár um að skipun í dómaraembætti sé framkvæmdarvaldsathöfn sem ráðherra ber ábyrgð á. Einnig verður gerð grein fyrir því hvaða leiðir eru farnar í nágrannaríkjunum við skipun dómara, sem og alþjóðleg viðmið og meginreglur um það efni. Þá verður skoðað hvernig þeirra sjónarmiða sem ætlunin var að standa vörð um þegar lögunum hér á landi var breytt, er gætt í nágrannalöndunum og hvort þær leiðir sem þar eru farnar hafa valdið deilum. Loks verður skoðað hvernig íslenska leiðin stendur miðað við þróunina annars staðar.

 

 

 

Málstofustjóri

 

 

 

 

 

Benedikt Bogason hæstaréttardómari og formaður stjórnar dómstólasýslunnar.

 

 

 

Framsögumenn

 

 

 

Björg Thorarensen prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.

 

Ragnhildur Helgadóttir forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík.

 

 

 

Panill

 

 

 

 

 

Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður Dómarafélags Íslands.

 

  

 

Reimar Pétursson formaður Lögmannafélags Íslands.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

6. Örmálstofur - Silfurberg B

 

 

 

 

 

 

 

Hver örmálstofa tekur 30 mínútur.

 

 

 

Málstofustjóri

 

 

 

Eggert Páll Ólason lögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni.

 

 

 

 

 

 

 

I.    Persónuverndarfulltrúi - hlutverk og ábyrgð

 

 

 

Ragna Pálsdóttir lögfræðingur, persónuverndarfulltrúi Íslandsbanka.

 

 

 

Almenna persónuverndarreglugerðin (GDPR) skapar nýja stöðu persónuverndarfulltrúa hjá opinberum aðilum og einkaaðilum sem vinna persónuupplýsingar í starfsemi sinni. Persónuverndarfulltrúar munu vera í virku starfi  við að stýra persónuverndaráhættu innan fyrirtækja og stofnana og hafa eftirlit með því að farið sé að nýrri persónuverndarlöggjöf í starfsemi þeirra. Fjallað verður um hlutverk persónuverndarfulltrúa, skyldur, og ábyrgð.

 

 

 

 
II.  Fjölskylduábyrgð í starfsumhverfi lögmanna

 

 

 

 

 

Grímur Sigurðsson lögmaður hjá Landslögum.

 

 

 

 

 

Lögmennskan er ekkert grín og henni fylgir álag á fjölskyldu lögmanna. Að sama skapi hefur fjölskylduábyrgð áhrif á störf lögmanna og starfsframa. Taka lagareglur um störf lögmanna og reglur dómstóla um fjarvistir og gagnaskil tillit til fjölskylduábyrgðar? Er marktækur munur á fjölskylduábyrgð lögmanna milli kynja? Hafa nágrannalöndin mótað leiðir til að aðlaga lögmennsku og fjölskyldulíf? Á málstofunni verður fjallað um niðurstöður skýrslu starfshóps Lögmannafélagsins um fjölskylduábyrgð.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

III. Dómstólar og fjölmiðlar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar og Skúli Magnússon héraðsdómari.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjölmiðlar eru vettvangur til að setja mál á dagskrá og hafa áhrif á samfélagsumræðuna og þar með talið á umræðu um einstök dómsmál og réttarkerfið í heild. Slík umfjöllun getur komið fram á meðan mál er rekið fyrir dómi, en einnig eftir að dómur er fallin með það að markmiði að hafa áhrif á almenningsálitið. Fjallað verður um tengsl fjölmiðla og dómstóla út frá mismunandi hliðum, meðal annars sjálfstæði dómsvaldsins, friðhelgi einkalífs og upplýsingarétt almennings. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IV.  Upprunaábyrgðir raforku: Stenst lög að selja þær úr landi?

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hilmar Gunnlaugsson lögmaður hjá Sókn lögmannsstofu.

 

 

 

Frá 2011 hafa íslensk orkufyrirtæki gefið út og selt úr landi upprunaábyrgðir vegna rafmagns sem framleitt er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Þegar slík vottorð eru seld þá telst rafmagn framleitt á Íslandi ekki lengur úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Því eru nú 79% af rafmagni notuðu á Íslandi skilgreind sem framleiðsla með kjarnorku og jarðefnaeldsneyti. Er þetta löglegt?

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

V.    #metoo byltingin: Hvað svo?

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svala Ísfeld Ólafsdóttir sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjallað verður um möguleg viðbrögð við #metoo byltingunni innan réttarvörslukerfisins.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjá dagskrá kvöldsins hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu